Papillonræktendur innan HRFÍ.

Langar þig í papillon?

Áður en fest eru kaup á hvolpi er gott að hafa eftirfarandi í huga:

– Það tekur tíma og þolinmæði að ala upp lítinn hvolp.
– Eru aðstæður á heimilinu og í umhverfinu hagstæðar?
– Best er að hafa lokaðan garð þar sem hundurinn getur leikið sér og verið öruggur.
– Að eiga hund er skuldbinding næstu 12-15 árin.
– Mjög gott er að fara með hvolpinn á hvolpanámskeið sem eru í boði, bæði hjá HRFÍ og fleirum.

Einnig þarf að vanda valið á hvolpi því hann á jú að vera góður og heilbrigður félagi í mörg ár.

– Eru foreldrarnir augnskoðaðir og hnéskeljakoðaðir? (Sjá nánar í heilbrigði)
– Gott er að kynna sér útlit og skapgerð tegundarinnar eins og gert er ráð fyrir í ræktunarstaðli og tegundarlýsingu. Einnig er hægt að lesa þar um umhirðu tegundarinnar.

-Við mælum eindregið með því að allir hvolpar séu tryggðir áður en þeir fara á ný heimili því slysin gera ekki boð á undan sér og dýralæknakostnaður getur verið fljótur að verða ansi hár. Sumir ræktendur láta tryggingu fylgja með í kaupunum og því gott að spyrja ræktanda að því áður en hvolpurinn kemur á nýja heimilið.

Hér á síðunni geta ræktendur auglýst hvolpa sína til sölu en einnig geta ræktendur verið með tengil á heimasíðu sína svo þeir sem eru að huga að því að fá sér papillon geta skoðað síður ræktenda og verið í sambandi við þá séu til dæmis engir hvolpar til sölu.


Langar þig í hvolp en veist ekki hvaða spurninga þú átt að spyrja?
Hér er einfaldur listi sem gott er að hafa við höndina. Listi þessi er ekki tæmandi heldur einungis hugsaður sem viðmiðun. Spurningar fara líka oft eftir því hverju þú ert að leita að. Ef verið að leita að hundi til sýningar og/eða ræktunar þarftu að gera hærri kröfur, þó aldrei sé hægt að lofa því að ungur hvolpur eigi eftir að uppfylla þær kröfur.

* Útskýrðu fyrir ræktanda hvernig hvolp þú ert að leita að:

  1. Papillon / Phaléne
  2. Tík / rakki
  3. Heimilisdýr/ sýningardýr/ ræktunardýr

* Spurðu  ræktanda út í skap foreldra og annarra skyldra hunda.

* Eru foreldrar bæði Papillon eða Phaléne?
(Athugið að þó foreldrar séu bæði papillon þá er alltaf sá möguleiki fyrir hendi að afkvæmið verði phalene vegna upprunans þó það sé heldur sjaldgæft. Að sama skapi getur komið papillon undan tveimur phalene.)

* Hafa foreldrar verið sýnd og hvernig gekk?
(Ef áhugi er fyrir hendi gætiru beðið um að fá að lesa dóminn/dómana)

* Hvaða heilsufarsskoðanir og önnur próf hafa rakkinn og tíkin farið í?

* Hvernig er heilsufar foreldra?

  1. Uppfylla þau kröfur H.R.F.Í. til ættbókaskráninga
  2. Hver er niðurstaða á hnéskeljavottorði
  3. Þurfti að fjarlægja hvolpatennur hjá þeim?
  4. Hafa foreldrar haft tilhneigingu til að fá tannsteinn?
  5. Hefur þurft að fjarlægja tennur úr foreldrum?
  6. Eru foreldrar með rétt bit (skærabit)? Mjög mikið undir-/yfirbit getur háð þeim dags daglega.
  7. Þjást foreldrar af ofnæmi?
  8. Eru forfeður þeirra langlífir?
  9. Eru einhverjir þekktir sjúkdómar í línunni.
  10. Hvernig gekk tíkinni að gjóta?

* Hefur ræktandinn ræktað áður?

* Hefur þessi pörun verið gerð áður? Ef já.

  1. Spurðu  ræktanda út í  skap á þeim hvolpum?
  2. Hvernig er heilsufarið hjá þeim?

c.  Hafa þau farið á sýningu og hvernig gekk?

* Hefur tíkin/rakkinn eignast hvolpa áður?

  1. Spurðu ræktanda út í  skap á þeim hvolpum?
  2. Hvernig er heilsufarið hjá þeim?
  3. Hafa þau farið á sýningu og hvernig gekk?

 

* Hvernig umhverfisþjálfun hafa hvolparnir fengið?

* Spurðu ræktanda út í persónuleika hvolpanna?
(Athugið samt að hvolpar geta breyst mikið eftir að þeir fara að heiman, rólegir hvolpar verða oft fjörugir og öfugt).

* Hvernig hefur heilsufar hvolpanna verið?

  1. Eru bæði eistu kominn niður hjá rökkunum?
  2. Eru hvolparnir með rétt bit (skærabit)

* Mismunandi samningar eru í gangi hjá ræktendum.

   1. Eru einhverjir skilmálar í samning sem þarf að uppfylla?
   2. Fylgja tryggingar?

* Tekið saman af Arnheiði Runólfsdóttur – yfirfarið af stjórn og ræktendum

 • HRFÍ
 • Papillon- og Phalénedeild HRFÍ