November - 29 - 2015

Úrslit af hvolpasýningu 13. nóvember og alþjóðlegri sýningu HRFÍ þann 14.-15. nóvember eru komin inn á síðuna.  Besti hvolpur tegundar 3-6 mánaða var Hálsakots Amabadama. Besti hvolpur tegundar 6-9 mánaða var Hálsakots Adore U2. Besti hundur tegundar var Multi Star’s Arjen Robben “Mosi”, hann fékk 2. sætið í tegundahópi 9. Besta tík tegundar var Hálsakots Just Dream About Luck “Mirra”. Besti öldungur tegundar var CIB FINCh FRCh GIBCh MONCh WW-12 Connection I Know Nothing “Noah” og varð besti öldungur sýningar og var jafnframt verðlaunaður sem stigahæsti öldungur ársins á sýningum HRFÍ. Besti ræktunarhópur var frá Hálsakots ræktun, 2. sæti í úrslitum.  [ Read More ]

November - 23 - 2015

Hér með er boðað til opins fundar Papillon-og Phalénedeildar næstkomandi fimmtudagskvöld kl. 20 á kaffihúsinu Café Meskí, Fákafeni 9. Allt sem ykkur liggur á hjarta er til umræðu, og vel þegnar eru hugmyndir um vetrarstarfið framundan. Nýr sjúkdómur hefur skotið upp kollinum í tegundinni og mun verða reynt að veita upplýsingar um hann. Kveðja, stjórn Papillon- og Phalénedeildar.

November - 20 - 2015

Hin árlegu Fiðrildajól verða haldin laugardaginn 28. nóvember kl. 16-18. Í Gæludýr.is Korputorgi. Vinsamlegast komið með eitthvað gott í gogginn fyrir hlaðborðið. Einhverjir stólar verða á staðnum en til öryggis er gott að koma með aukastóla og létt borð ef fólk vill sitja við borð. Pakkaleikurinn verður eins og venjulega, þeir sem vilja taka þátt geta komið með pakka fyrir 700-1000 kr. Stigahæstu hundar ársins fá viðurkenningu. Hlökkum til að sjá sem flesta. Eigum góðan og glaðan dag með hundunum okkar.

October - 10 - 2015

Úrslit af alþjóðlegri sýningu HRFÍ þann 19.-20. september eru komin inn á síðuna.  Úrslit af hvolpasýningu sem var þann 18. september kemur fljótlega inn, en besti hvolpur tegundar 6-9 mánaða var Hálsakots Just Dream About Luck “Mirra” og var í 3. sæti í úrslitum í sínum aldursflokki. Besti hundur tegundar var Höfðaborgar Harpa “Fiðla”. Besti rakki tegundar var Multi Star’s Arjen Robben “Mosi”. Besti öldungur tegundar var CIB FINCh FRCh GIBCh MONCh WW-12 Connection I Know Nothing “Noah” og varð besti öldungur sýningar. Besti ræktunarhópur var frá Höfðaborgar ræktun. Besti afkvæmahópur var Hálsakots Desiree Le Grande “Hnota” og afkvæmin hennar sem lentu í 2. sæti  [ Read More ]

September - 20 - 2015

Papillon og Phalénedeild mun halda opna sýningu og sýningu geldra og klipptra hunda laugardaginn 17. október kl. 12 í Gæludýr.is á Korputorgi. Dómari verður Sóley Ragna Ragnarsdóttir. Skráning á netfangið papillonsyning@gmail.com þar sem kemur fram nafn hunds og flokkinn sem hann keppir í. Einnig verða veitt verðlaun fyrir bestu eyru og hreyfingar. Þátttökugjald skal greiða inn á reikning 526-26-100396, kt. 500611-1110 fyrir 12. október. Opin sýning kr. 1.000.- Geldir og klipptir kr. 500.- Fín umhverfisþjálfun og æfing fyrir nóvembersýningu. Hlökkum til að sjá sem flesta.

August - 23 - 2015

Úrslit af hvolpasýningum þann 4. júlí og 24. júlí ásamt tvöfaldri sumarsýningu HRFÍ þann 25.- 26. júlí eru komin inn á síðuna.  Laugardaginn 25. júlí, Reykjavík Winner: Besti hundur tegundar var ISCh RW-14 Butterfly’s Kisses Rudolph The Red Nosed Reindeer “Míló”, sem vann tegundahóp 9 og varð í 3. sæti um besta hund sýningar. Besta tík var NLW-15 ISCh Hálsakots Dream Another Dream “Stjarna”. Besti öldungur tegundar var CIB FINCh FRCh GIBCh MONCh WW-12 Connection I Know Nothing “Noah” og varð besti öldungur sýningar. Ræktunarhópur Multi Star’s var í 2. sæti í úrslitum. Afkvæmahópur Hálsakots Feeling Hot Hot Hot var í 1.  [ Read More ]

June - 28 - 2015

Sýningarþjálfun fyrir tvöfalda sýningu HRFÍ 25. -26. júlí verður sem hér segir: Þriðjudaginn 7. júlí kl. 20 – 21Þriðjudaginn 14. júlí kl. 21 – 22Þriðjudaginn 21. júlí kl. 21- 22 Allar þjálfanir eru í Gæludýr.is á Korputorgi. Vinsamlegast verið tilbúin með 500 kr. fyrir hvert skipti. Allar tegundir velkomnar. Þjálfari verður Erna Sigríður Ómarsdóttir.

June - 25 - 2015

Úrslit af tvöfaldri Norðurljósa sýningu HRFÍ þann 24.- 25. maí eru komin inn á síðuna.  Sunnudaginn 24. maí: Besti hundur tegundar var Multi Star’s Arjen Robben “Mosi”, sem brilleraði í sýningarhringnum og endaði sem Besti hundur sýningar aðeins 10 mánaða gamall! Besta tík var ISCh Hálsakots Dream Another Dream “Stjarna”. Besti hvolpur tegundar 4-6 mánaða var Hálsakots Just All Out Of Luck “Nizza” og var í 4. sæti í úrslitum. Besti hvolpur tegundar 6-9 mánaða var Kastala How Do You Know Hot By Halsakots. Besti öldungur tegundar var CIB FINCh FRCh GIBCh MONCh WW-12 Connection I Know Nothing “Noah” og varð besti  [ Read More ]

June - 2 - 2015

Á aðalfundi deildarinnar 17. mars síðastliðinn var samþykkt tillaga um að senda beiðni til stjórnar HRFÍ um lengingu á gildistíma augnvottorða úr 12 mánuðum í 18 mánuði. Beiðnin var send 13.apríl og hefur nú fengist jákvætt svar frá stjórn HRFÍ og einnig fylgir svar frá vísindanefnd sem styður breytinguna. Breytingin tekur gildi 1. júní 2015, þannig að augnskoðanir munu framvegis gilda í 18 mánuði. Einnig hefur orðalagi í reglunni um DNA sýnatökur verið breytt á eftirfarandi hátt: Í stað : ,,Sýnataka þarf að fara fram hjá dýralækni eða stjórn deildarinnar, sem ber þá ábyrgð á framkvæmd sýnatöku og að örmerkjaaflestur  [ Read More ]

May - 22 - 2015

Við viljum minna á eftirfarandi: Hægt er að leggja inn á reikningsnúmer deildarinnar fyrir tengil ræktenda á heimasíðu: 526-26-100396 kt. 500611-1110 upphæð 3000 kr. Vinsamlegast sendið kvittun á papillondeild@gmail.com og skrifið skýringu á færslu. Millifærið fyrir 1. júní næstkomandi ef óskað er eftir því að tengill verði áfram inni á heimasíðu deildarinnar. Ef ógreitt er fyrir tengil eftir 1. júní verður hann tekinn út og ekki settur inn nema greiðsla berist. Ræktandi sem hefur ekki verið með tengil inni á síðunni getur óskað eftir því í tölvupósti, að uppfylltum sömu skilyrðum. Augnskoðun 4.-6. júní 2015. 4. júní á Akureyri, 5.-6. júní  [ Read More ]

  • HRFÍ
  • Papillon- og Phalénedeild HRFÍ