October - 5 - 2016

Úrslit af alþjóðlegri sýningu HRFÍ sem var þann 3. september eru komin inn á síðuna.  Úrslit af hvolpasýningu sem var 2. september eru líka komin inn, besti hvolpur tegundar 3-6 mánaða var Hálsakots Shooting Star “Kátur”. Besti hundur tegundar var ISCh Hálsakots Dream A Little Dream “Netta”, sem kláraði alþjóðlega titillinn sinn. Besti rakki tegundar var ISJCh Hálsakots Abracadabra “Potter”. Besti öldungur tegundar var Hálsakots Feeling Hot Hot Hot “Gosi”, sem kláraði öldungatitillinn sinn. Besti ræktunarhópur var frá Butterfly’s Kisses ræktun, 3. sæti í úrslitum. Einnig kláraði ISCh RW-14-15-16 Butterfly’s Kisses Rudolph The Red Nosed Reindeer “Míló” sinn alþjóðlega titil, og Auroras Papillon’s Your Memory Lives  [ Read More ]

August - 15 - 2016

Úrslit af tvöfaldi sumarsýningu HRFÍ sem var haldin 22.-24. júlí eru komin inn á síðuna. Fyrst eru það úrslit af hvolpasýningu, besti hvolpur tegundar 3-6 mánaða var Hálsakots Shooting Star “Kátur”. Besti hvolpur 6-9 mánaða var Multi Star’s Thunder ‘N’ Lightning “Erró”. Besti hundur tegundar á laugardeginum Reykjavík Winner sýningu var Hálsakots Just Dream About Luck “Mirra”. Besti rakki tegundar var  ISCh RW-14-15 Butterfly’s Kisses Rudolph The Red Nosed Reindeer “Míló”, þau bættu við sig RW-16 titlinum. Besti öldungur tegundar var Hálsakots Feeling Hot Hot Hot “Gosi”. Besti ræktunarhópur var frá Hálsakots ræktun, 1. sæti í úrslitum. Besti phaléne hundur tegundar var CIB RW-13 ISCh Hálsakots  [ Read More ]

April - 8 - 2016

Úrslit af alþjóðlegri sýningu HRFÍ þann 27. – 28. febrúar eru komin inn á síðuna.  Úrslit af hvolpasýningu sem var þann 26. febrúar eru líka komin inn, besti hvolpur tegundar 3-6 mánaða var Auroras Papillon’s Your Memory Lives “Glowie” og var í 1. sæti í úrslitum í sínum aldursflokki. Besti hvolpur 6-9 mánaða var Hálsakots Amabadama.  Besti hundur tegundar var Multi Star’s Arjen Robben ”Mosi”, hann endaði sem annar besti hundur sýningar. Besta tík tegundar var Hálsakots Just Dream About Luck “Mirra”. Besti öldungur tegundar var Hálsakots Feeling Hot Hot Hot “Gosi”. Besti ræktunarhópur var frá Multi Star’s ræktun, 2. sæti í úrslitum. Besti afkvæmahópur var Hálsakots  [ Read More ]

February - 7 - 2016

Helgina 13. -14. febrúar n.k eru smáhundadagar í Garðheimum frá kl. 13 – 17. Við viljum biðja alla sem hafa áhuga á að vera og kynna tegundina okkar að láta okkur vita (papillondeild@gmail.com), og þá hvaða tími myndi henta best og reynum við svo eftir bestu getu að raða þannig niður að allir verði sáttir. Það munu verða veitt öflug verðlaun fyrir best skreytta básinn. Hver deild (þeir sem mæta) sem slík deilir verðlaunum á milli sín. Það er öllum frjálst að taka þátt í þessu eða ekki, þetta er einungis til þess að hafa þetta skemmtilegra og huggulegra hjá  [ Read More ]

February - 1 - 2016

Athugið! Athugið! Breyttur fundartími aðalfundar. Aðalfundur Papillon- og phalénedeildar verður haldinn fimmtudaginn 11. febrúar 2016 kl. 20.00 á skrifstofu HRFÍ í Síðumúla 15.   Dagskrá: Ársskýrsla 2015 Ársreikningar 2015 Stjórnarkjör Önnur mál Úr starfsreglum ræktunardeilda kafla III: Stjórn ræktunardeildar skal skipuð fimm félagsmönnum. Einungis þeir sem hafa verið félagsmenn í HRFÍ í tvö ár geta gefið kost á sér í stjórn ræktunardeildar. Kosning í stjórn ræktunardeildar fer fram á ársfundi deildarinnar ár hvert. Hver stjórnarmaður er kosinn til tveggja ára í senn. Endurkjör er leyfilegt. Kosningarrétt og kjörgengi á ársfundum deilda hafa þeir, sem eru skráðir eigendur hunda eða hafa  [ Read More ]

December - 10 - 2015

Laugardaginn 28. nóvember síðastliðinn hélt deildin Fiðrildajól, kærar þakkir fyrir samveruna. Myndir koma bráðlega inn á fésbókar síðu deildarinnar. Pakkaleikurinn og hlaðborð voru á sínum stað og síðan voru stigahæstu hundar ársins heiðraðir, fimm efstu sætin hjá rökkum og tíkum fengu viðurkenningu. Listinn í heild sinni er kominn inn á síðuna Stigahæstu hundar ársins. Þeir sem mættu ekki geta haft samband við deildina til að nálgast verðlaunin sín. RW-15 NLW-15 ISCh Hálsakots Dream Another Dream “Stjarna” var stigahæsti papilloninn með 103 stig. Stigahæsti rakkinn var ISCh RW-14-15 Butterfly’s Kisses Rudolph The Red Nosed Reindeer “Míló” með 98 stig, annað árið í röð.  [ Read More ]

November - 29 - 2015

Úrslit af hvolpasýningu 13. nóvember og alþjóðlegri sýningu HRFÍ þann 14.-15. nóvember eru komin inn á síðuna.  Besti hvolpur tegundar 3-6 mánaða var Hálsakots Amabadama. Besti hvolpur tegundar 6-9 mánaða var Hálsakots Adore U2. Besti hundur tegundar var Multi Star’s Arjen Robben “Mosi”, hann fékk 2. sætið í tegundahópi 9. Besta tík tegundar var Hálsakots Just Dream About Luck “Mirra”. Besti öldungur tegundar var CIB FINCh FRCh GIBCh MONCh WW-12 Connection I Know Nothing “Noah” og varð besti öldungur sýningar og var jafnframt verðlaunaður sem stigahæsti öldungur ársins á sýningum HRFÍ. Besti ræktunarhópur var frá Hálsakots ræktun, 2. sæti í úrslitum.  [ Read More ]

November - 23 - 2015

Hér með er boðað til opins fundar Papillon-og Phalénedeildar næstkomandi fimmtudagskvöld kl. 20 á kaffihúsinu Café Meskí, Fákafeni 9. Allt sem ykkur liggur á hjarta er til umræðu, og vel þegnar eru hugmyndir um vetrarstarfið framundan. Nýr sjúkdómur hefur skotið upp kollinum í tegundinni og mun verða reynt að veita upplýsingar um hann. Kveðja, stjórn Papillon- og Phalénedeildar.

November - 20 - 2015

Hin árlegu Fiðrildajól verða haldin laugardaginn 28. nóvember kl. 16-18. Í Gæludýr.is Korputorgi. Vinsamlegast komið með eitthvað gott í gogginn fyrir hlaðborðið. Einhverjir stólar verða á staðnum en til öryggis er gott að koma með aukastóla og létt borð ef fólk vill sitja við borð. Pakkaleikurinn verður eins og venjulega, þeir sem vilja taka þátt geta komið með pakka fyrir 700-1000 kr. Stigahæstu hundar ársins fá viðurkenningu. Hlökkum til að sjá sem flesta. Eigum góðan og glaðan dag með hundunum okkar.

October - 10 - 2015

Úrslit af alþjóðlegri sýningu HRFÍ þann 19.-20. september eru komin inn á síðuna.  Úrslit af hvolpasýningu sem var þann 18. september kemur fljótlega inn, en besti hvolpur tegundar 6-9 mánaða var Hálsakots Just Dream About Luck “Mirra” og var í 3. sæti í úrslitum í sínum aldursflokki. Besti hundur tegundar var Höfðaborgar Harpa “Fiðla”. Besti rakki tegundar var Multi Star’s Arjen Robben “Mosi”. Besti öldungur tegundar var CIB FINCh FRCh GIBCh MONCh WW-12 Connection I Know Nothing “Noah” og varð besti öldungur sýningar. Besti ræktunarhópur var frá Höfðaborgar ræktun. Besti afkvæmahópur var Hálsakots Desiree Le Grande “Hnota” og afkvæmin hennar sem lentu í 2. sæti  [ Read More ]

  • HRFÍ
  • Papillon- og Phalénedeild HRFÍ