Hundafimi á uppruna sinn að rekja til Englands og var fyrst kynnt á Crufts í London 1978 og hefur notið mikilla vinsælda síðan, FCI viðurkenndi hundafimi sem keppnisgrein árið 1989 og eru haldnar keppnir um alla heim.

Í hundafimi keppa hundar í mismunandi stærðarflokkum og fer það eftir stærð hundsins í hvaða flokki hann keppir. Brautin samasendur af ca. 20 tækjum sem raðað er upp eftir ákvörðun dómarans og þarf hundurinn að hlaupa brautina á sem skemmstum tíma eftir ákveðnum reglum.

Það er hægt að stunda hundafimi með hvaða hundategund sem er, en Papillon hentar einstaklega vel fyrir þessa íþrótt þar sem þeir eru snöggir og auðveldir að þjálfa.

Með því að stunda hundafimi styrkir þú böndin á milli þín og hundsins og hundurinn fær góða líkamlega og andlega þjáfun. Ásamt því að þetta skemmtileg íþrótt að fylgjast með.

Nánari upplýsingar www.hundafimi.is

 

 

  • HRFÍ
  • Papillon- og Phalénedeild HRFÍ