Þegar ákveðið er að rækta undan tveimur hundum þarf að vanda allan undirbúning og margt þarf að athuga áður en pörun fer fram.

Hér eru talin upp þau skilyrði til ættbókarskráningar sem varða heilbrigði tegundarinnar og þarf að ganga frá marga mánuði fyrir pörun, við hvetjum alla til að kynna sér reglugerð fyrir ættbókarskráningu sem er að finna á heimasíðu HRFÍ. 

Og frekari upplýsingar um t.d. pörunarvottorð, hvolpalista og fleira sem þarf að athuga í sambandi við skráningu í ættbók.

_____________________________________________

Eftirfarandi breytingar á ræktunarreglum deildarinnar voru samþykktar á aðalfundi papillon-phalénedeildar 21.mars s.l. og samþykktar af stjórn HRFÍ 3.apríl s.l. Þær öðlast gildi frá 1. september 2013 :

,,Ræktunardýr verða að hafa undirgengist DNA próf gagnvart PRA 1 og niðurstöður kunnar fyrir pörun til að hvolpar fáist skráðir í ættbók HRFÍ.  Óheimilt er að para saman tvo arfbera PRA 1. Heimilt er þó að para PRA 1 arfbera  við frían hund af PRA 1(Normal clear N/C, Normal clear by parentage N/C/P). Ef báðir foreldrar undaneldishunda eru fríir af PRA 1, þarf ekki að DNA prófa afkvæmi þeirra. Sýnataka má fara fram hjá dýralæknum eða fulltrúa stjórnar, sem ber þá ábyrgð á framkvæmd sýnatöku og að örmerkjaaflestur sé réttur.”

Vekja skal athygli á því að  “Normal clear by parentage N/C/P” gildir bara einungis niður einn ætlið. Því má segja að prófa þurfi aðra hverja kynslóð samkvæmt reglum HRFÍ sem samþykktar voru 21. apríl 2021 kemur þetta fram:

,, Þar sem reglurnar kveða á um að DNA prófa þurfi undaneldisdýr fyrir pörun, gildir eftirfarandi nema annað sé tekið fram um einstök hundakyn: Bera má einungis nota í ræktun á móti arfhreinum hundum. Sýktir hundar eru settir í ræktunarbann. Í þeim tilvikum þar sem báðir foreldrar eru með DNA niðurstöður fríir (Normal/Clear, N/C), telst afkvæmi arfhreint fyrir þeirri gerð (Normal/Clear by Parentage, N/C/P). DNA prófa þarf næstu kynslóð á eftir.”

Niðurstöður DNA prófa verði sendar deildinni og birtar á heimasíðu deildarinnar.

Allar nánari upplýsingar og umsóknir um DNA próf sendist á netfangið papillondeild@gmail.com.

 

Einnig var eftirfarandi tillaga samþykkt :

Bætt verði inn í reglugerð um augnskoðanir:

Fyrir hunda 6 ára og eldri sem hafa farið í augnskoðun án athugasemda og í DNA próf fyrir PRA 1 með niðurstöðuna “Hreinn”(eða clear ), má vottorðið ekki vera eldra en 24 mánaða fyrir pörun.

Augnvottorð: Vottorð má ekki vera eldra en 18 mánaða við pörun. (Gildir frá 01.06.15).
Hundar sem greinast með PRA fara í ræktunarbann. Hundar sem eignast hafa afkvæmi með PRA fara í ræktunarbann (ræktunarbann á foreldra PRA hundsins). Hundar sem eru afkvæmi hunds með PRA fara í ræktunarbann (afkvæmi PRA hundsins fara í ræktunarbann). Alsystkini hunds sem greinist með PRA fara í ræktunarbann, hálfsystkini eru leyfð í ræktun. (Skv. beiðni stjórnar
Papillon&Phalenedeildar). (Gildir frá 01.09.2012).
Hnéskeljaskoðun: Skila þarf vottorði frá dýralækni um ástand hnéskelja ræktunardýrs, þ.m.t. gráðun á losi ef um slíkt er að ræða. Vottorð gefið út fyrir ræktunardýr eftir að hundur/tík hefur náð eins árs aldri. (Gildir frá 01.09.2010)

  • HRFÍ
  • Papillon- og Phalénedeild HRFÍ