PRA

PRA (progressive retinal atrophy eða vaxandi sjónrýrnun) hefur fundist í tegundinni.  Þó er þessi sjúkdómur alls ekki algengur í dag og aðeins einstaka tilfelli hafa verið að koma upp öðru hvoru.

Augnskoðanir eru framkvæmdar af erlendum dýralæknum sem HRFÍ viðurkennir. Þessar skoðanir fara fram þrisvar á ári oft í tengslum við sýningar, þær eru auglýstar með góðum fyrirvara og fólki er ráðlagt að fylgjast með á heimasíðu HRFÍ.  Það er nauðsynlegt að augnskoða til að hægt sé að ættbókarfæra afkvæmi hunds og fylgjast með sjúkdómum sem geta komið upp. Þar sem enginn dýralæknir hér á landi hefur þessi réttindi er aðeins hægt að nýta sér augnskoðanir HRFÍ.

Mikilvægt er að skoða hundana eftir 3 ára aldurinn þar sem sjúkdómurinn gerir yfirleitt ekki vart við sig fyrr.  En hann lýsir sér þannig í stuttu máli að hundurinn byrjar að sjá verr og verr, á fyrstu stigum virðist hann verða náttblindur, hikar t.d. við að stökkva af stól í illa lýstu herbergi og að lokum getur hann orðið alveg blindur.  Ekki er til lækning við þessum sjúkdóm.

Listi yfir augnskoðaða hunda 

Listi yfir hunda sem hafa farið í DNA próf

Eðlilegt auga til vinstri, PRA auga til hægri

Eðlilegt auga til vinstri, PRA auga til hægri


  • HRFÍ
  • Papillon- og Phalénedeild HRFÍ