PL

PL (patella luxation eða hnéskeljarlos) er sjúkdómur sem er nokkuð algengur hjá papillon eins og mörgum öðrum smáhundategundum.  Ekki er enn vitað hvernig þessi sjúkdómur erfist en hann lýsir sér þannig í stuttu máli að hnéskelin losnar og getur gengið til í aðra hvora áttina.  Það getur stafað af því að grófin fyrir skelina er of grunn, liðbönd of laus eða of mikil sveigja á fætinum (hjólbeinóttur eða kiðfættur). Þessum sjúkdómi er skipt í fjögur stig eftir alvarleika og í flestum tilfellum geta hundar sem fá hnéskeljarlos í fyrstu og annarri gráðu lifað ágætu lífi án þess að það hái þeim eitthvað sérstaklega.  Flestir hundar sem fá hnéskeljarlos í þriðju og fjórðu gráðu þurfa hins vegar á skurðaðgerð að halda.  Frá og með 1. sept 2010 verður skylda að láta hnéskeljaskoða undaneldishunda og skila inn vottorði fyrir pörun.

Hér er hægt að sjá lista yfir hunda sem hafa verið skoðaðir og niðurstöður borist deildinni.

  • HRFÍ
  • Papillon- og Phalénedeild HRFÍ