Papillon eru frekar heilbrigðir smáhundar og ná háum aldri en þó eins og hjá flestum tegundum er hægt að finna arfgenga sjúkdóma/heilbrigðisgalla. Ræktendur innan HRFÍ hafa lagt mikla áherslu á ræktun heilbrigðra hunda, og tekist vel til.

Algengustu vandamálin í tegundinni eru PRA og PL
Skylt er að láta augn- og hnéskeljaskoða* undaneldishunda fyrir pörun.

Hjartagallar af fleiri en einum toga hafa gert vart við sig hjá tegundinni en eru sjaldgæfir.  Þó svo að þeir séu ekki algengir er mikilvægt að ræktendur sem og kaupendur tegundarinnar séu á varðbergi til þess að svo verði ekki.

*frá og með 1. sept 2010

 

Hjartagallar

Hjartagallar hafa aðeins fundist í tegundinni. Þeir eru þó sjaldgæfir og með því að fylgjast með heilsufari reglulega tekst vonandi að halda þeim í lágmarki.

Vanvirkni í skjaldkirtli (hypothyroidism)

Skjaldkirtill starfar illa og veldur hægari efnaskiptum, hundurinn verður seinni í hreyfingum, vill sofa óeðilega mikið og fitnar úr hófi. Það er best að láta dýralækni skoða hundinn og gefa ráðgjöf um lækningu.

Fólk er hvatt til að fara inn á dýralæknasíður, þar eru margar mjög fróðlegar og áhugaverðar greinar.

 

Dýralæknamiðstöðin Grafarholti
Jónsgeisla 95
113 Grafarholti
S: 544-4544

Dýralæknastofan
Kirkjulundi 13
210 Garðabæ
S: 565-8311

Dýraspítalinn Víðidal
Vatnsendavegur 4
110 Reykjavík
S: 540-9900

Dýralækningastofa Helgu Finnsdóttur
Skipasundi 15
104 Reykjavík
S: 553-7107
Dýralæknaþjónusta Suðurlands
Stuðlum
801 Selfoss
S: 482-3060

Dýralæknamiðstöðin ehf.
Dynskálum 30
850 Hella
S: 487-5141

  • HRFÍ
  • Papillon- og Phalénedeild HRFÍ