Stjórnarfundur haldinn í Grafarvogi 3. október 2016 kl. 19.

Mættar voru Linda Jónsdóttir, Ásta María Guðbergsdóttir, Karen Helga Kristinsdóttir og Guðný Stefanía Tryggvadóttir. Sigrún Vilbergsdóttir mætti ekki.

1. Stjórn var skipuð. Ásta María Guðbergsdóttir tók við að vera formaður. Sigrún Vilbergsdóttir heldur áfram að vera gjaldkeri. Guðný Stefanía Tryggvadóttir heldur áfram að vera ritari. Linda Jónsdóttir og Karen Helga Kristinsdóttir eru meðstjórnendur.
2. Hugmyndir um fiðrildajól. Athuga hvað er hægt að gera til að laða fólk til að koma. Til dæmis lítil verðlaun fyrir jólalegasta hundinn. Auglýsa snemma og bóka, stofna event á facebook. Karen talaði við gæludýr.is og bókaði sunnudaginn 27. nóvember kl. 14- 16.
3. Bikarar keyptir út árið, Sigrún og Jóna Herbertsdóttir keyptu á rýmingarsölu. Ásta og Linda ætla að skoða með að gefa bikara líka fyrir næsta ár.
4. Rætt var hvort það ætti að auglýsa á facebook stofnun vinnuhóps, hvort að fólk vill gera eitthvað.
5. Hugmyndir að hafa opinn fund í janúar og NAD fræðslu um leið, eða Neuroaxonal dystrophy. Papillon Club of America birtir lista yfir DNA testaða hunda á sinni heimasíðu, vilji er að hafa svipaðann lista á okkar heimasíðu en skortir gögn til að gera slíkt eins og er.
6. Taka styrkinn af tenglasíðunni fyrir ræktendur. Raða í stafrófsröð en setja innan sviga fyrir aftan „ártal síðasta gots“ svo nýjir hvolpakaupendur viti hvenær sá ræktandi var með got síðast. Einnig verður boðið upp á að láta vefstjóra og deildina vita ef væntanlegt got er á leiðinni. Ekki verður lengur ætlast til að fólk leggi inn á deildina til að fá link inn á heimasíðu en frjáls framlög eru mjög kærkomin.

Fundi slitið kl. 20.26
Guðný Stefanía Tryggvadóttir ritari.

  • HRFÍ
  • Papillon- og Phalénedeild HRFÍ