Þessi hópur er fyrir þá sem búa í Reykjavík og nágrenni og hafa áhuga á að hittast og fara í göngur með hundana sína í góðum félagsskap. Hópurinn er ekki eins aktívur nú og áður var en þó verða hér auglýstar göngur með vissu millibili og þá helst lausagöngur fyrir smáhunda hjá Geithálsi. Hér má sjá leiðarlýsingu að Geithálsi frá Olís við Rauðavatn:https://www.facebook.com/…/30486920290…/doc/381844105203381/
Einnig viljum við benda á að meðlimum síðunnar er velkomið að nota hana sem vettvang til að skipuleggja hittinga og göngur eða stinga uppá stað og stund fyrir slíkt.
Við biðjum fólk vinsamlegast ekki mæta með árásargjarna hunda eða lóðatíkur í göngurnar. Hlökkum til að sjá þig!
___
Kveðja Kristín, Helga og Fjóla.

  • HRFÍ
  • Papillon- og Phalénedeild HRFÍ