PPD July - 11 - 2018 | 0 Athugasemdir

Helgina 8-10 Júni voru haldnar þrjár sýningar.
Hvolpa sýning, NKU & Reykjavik Winner sýning og Alþjóðleg CACIB sýning.
Dómarar inni hring að þessu sinni voru þær Dina Korna frá Eistlandi ásamt Birgit Seloy frá Danmörku.

Hvolpasýninguna á föstudeginum dæmdi hún Dina Korna, og allir hundarnir fengu topp einkannir ásamt heiðursverðlaun. BOB yngri hvolpur var Multi Star´s Feel The Rhythm og endaði daginn á að vera valinn í TOP-6 í BIS úrslitum.
Eldri flokkinn vann rakki Aurora Papillon´s Sheriff Woody sem einnig var BOB eldri hvolpur og bestu tík í eldri flokki hlaut Butterfly´s Kisses Nothing Else Matters.

Á laugardeginum var haldin NKU-CAC sýning í fyrsta sinn á landinu, ásamt Reykjavík Winner sýningu.
Besta rakka og BOB (Besti hundur tegundar) hlaut C.I.B ISCh RW-14-15-16-18 Butterfly’s Kisses Rudolph The Red Nosed Reindeer. Besta tíkin og besti öldungur tegundar var C.I.B ISCh Hálsakots Dream A Little Dream. Báðir þessir hundar hlutu RW-18 titlana og sín fyrstu NORDIC-CAC.
Besti ungliði tegundarinnar varð rakki Höfðaborgar Vinur, en besta ungliða tík varð Höfðaborgar Sara María. Bæði hlutu sín fyrstu ungliðameistarastig.

Síðan á sunnudeginum á Alþjóðlegri sýningu fengum við aftur hana Dina Korna frá Eistlandi til að dæma. Hún valdi þar ISCh PLJCh PLJW-16 sem besta rakka tegundar, en C.I.B ISCh ISVCh RW-15-17 NLM Hálsakots Dream Another Dream varð besta tík tegundar, varð BOB, BOB Öldungur, Besti Öldungur Sýningar, vann grúbbu 9 og endaði daginn á að vera 4 besti hundur sýningarinnar.
Bestu ungliðin dagsins að þessu sinni voru þau Höfðaborgar Skugga Sveinn sem varð besti ungliða rakki og besti ungliði tegundarinnar og Höfðaborgar Saga Dögg sem varð besta ungliða tík dagsins, bæði með sín fyrstu ungliðameistarastig.

Papillon og Phálene deildin óskar öllum ræktendum og eigendum hundanna innilega til hamingju með frábæran árangur helgarinnar!

Athugasemdir lokaðar.

  • HRFÍ
  • Papillon- og Phalénedeild HRFÍ