PPD March - 19 - 2017 | 0 Athugasemdir

Aðalfundur Papillon- og phalénedeildar verður haldinn þriðjudaginn 28. mars 2017 kl. 20.00 á skrifstofu HRFÍ í Síðumúla 15.

Dagskrá:
Ársskýrsla 2016
Ársreikningar 2016
Stjórnarkjör
Önnur mál

Úr starfsreglum ræktunardeilda kafla III:
Stjórn ræktunardeildar skal skipuð fimm félagsmönnum. Einungis þeir sem hafa verið félagsmenn í HRFÍ í tvö ár geta gefið kost á sér í stjórn ræktunardeildar.
Kosning í stjórn ræktunardeildar fer fram á ársfundi deildarinnar ár hvert. Hver stjórnarmaður er kosinn til tveggja ára í senn. Endurkjör er leyfilegt. Kosningarrétt og kjörgengi á ársfundum deilda hafa þeir, sem eru skráðir eigendur hunda eða hafa verið skráðir eigendur hunda í viðkomandi deild í tvö ár og skuldlausir við félagið það ár sem ársfundur er haldinn. Hjón hafa kosningarétt og kjörgengi hvort heldur þau greiða félagsgjald sem hjón eða í sitthvoru lagi sé annað þeirra skráð fyrir hundi í deildinni. Á fyrsta fundi eftir ársfund skal stjórn velja sér formann.

Stjórn.

Athugasemdir lokaðar.

  • HRFÍ
  • Papillon- og Phalénedeild HRFÍ