Sunnudaginn 27. nóvember síðastliðinn hélt deildin Fiðrildajól, kærar þakkir fyrir samveruna. Myndir eru komnar inn á fésbókarsíðu deildarinnar. Pakkaleikurinn og hlaðborð voru á sínum stað og síðan voru stigahæstu hundar ársins heiðraðir, fimm efstu sætin hjá rökkum og tíkum fengu viðurkenningu. Listinn í heild sinni er kominn inn á síðuna Stigahæstu hundar ársins.
ISCh RW-14-15-16 Butterfly’s Kisses Rudolph The Red Nosed Reindeer “Míló” var stigahæsti papilloninn með 83 stig. Stigahæsta tík var ISCh Hálsakots Dream A Little Dream “Netta” með 77 stig. Stigahæsti phaléne var CIB RW-13-16 ISCh Hálsakots Better Be Something Good “Nói” með 36 stig.
Fundargerð stjórnar er komin á síðuna, hana má finna hér.
Við óskum öllum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs.