PPD August - 15 - 2016 | 0 Athugasemdir

Úrslit af tvöfaldi sumarsýningu HRFÍ sem var haldin 22.-24. júlí eru komin inn á síðuna. Fyrst eru það úrslit af hvolpasýningu, besti hvolpur tegundar 3-6 mánaða var Hálsakots Shooting Star “Kátur”. Besti hvolpur 6-9 mánaða var Multi Star’s Thunder ‘N’ Lightning “Erró”.

Besti hundur tegundar á laugardeginum Reykjavík Winner sýningu var Hálsakots Just Dream About Luck “Mirra”. Besti rakki tegundar var  ISCh RW-14-15 Butterfly’s Kisses Rudolph The Red Nosed Reindeer “Míló”, þau bættu við sig RW-16 titlinum. Besti öldungur tegundar var Hálsakots Feeling Hot Hot Hot “Gosi”. Besti ræktunarhópur var frá Hálsakots ræktun, 1. sæti í úrslitum.

Besti phaléne hundur tegundar var CIB RW-13 ISCh Hálsakots Better Be Something Good sem fékk einnig RW-16 titillinn.

Besti hundur tegundar á sunnudeginum á alþjóðlegri sýningu var ISCh Hálsakots Dream A Little Dream “Netta”. Besti rakki tegundar var  ISCh RW-14-15 Butterfly’s Kisses Rudolph The Red Nosed Reindeer “Míló”. Besti öldungur tegundar var Hálsakots Feeling Hot Hot Hot “Gosi”. Besti ræktunarhópur var frá Butterfly’s Kisses ræktun, 4. sæti í úrslitum.

HRFÍ gerði breytingar á sýningarreglum sem tóku gildi þann 1. júní síðastliðinn. Meðal annars var bætt inn heimild til að veita tvo nýja íslenska titla, öldungameistaratitil og ungliðameistaratitil (stig gefin í samsvarandi flokkum, án áhrifa á önnur meistarastig). Til að hljóta öldungameistaranafnbót (ISVetCh) þarf hundur að fá þrjú öldungastig frá þremur mismunandi dómurum. Til að hljóta ungliðameistaranafnbót (ISJCh) þarf hundur að fá tvö ungliðastig frá tveimur mismunandi dómurum. Nú þegar er kominn nýr ungliðameistari sem fékk ungliðameistarastig báða dagana á tvöföldu sýningu félagsins, Hálsakots Abracadabra “Potter”.

Hægt er að skoða sýningarreglur nánar hér. 

Til hamingju með árangurinn! Myndir frá sýningunni eru komnar inn á fésbókina.

Athugasemdir lokaðar.

  • HRFÍ
  • Papillon- og Phalénedeild HRFÍ