Úrslit af alþjóðlegri sýningu HRFÍ þann 27. – 28. febrúar eru komin inn á síðuna. Úrslit af hvolpasýningu sem var þann 26. febrúar eru líka komin inn, besti hvolpur tegundar 3-6 mánaða var Auroras Papillon’s Your Memory Lives “Glowie” og var í 1. sæti í úrslitum í sínum aldursflokki. Besti hvolpur 6-9 mánaða var Hálsakots Amabadama.
Besti hundur tegundar var Multi Star’s Arjen Robben ”Mosi”, hann endaði sem annar besti hundur sýningar. Besta tík tegundar var Hálsakots Just Dream About Luck “Mirra”. Besti öldungur tegundar var Hálsakots Feeling Hot Hot Hot “Gosi”. Besti ræktunarhópur var frá Multi Star’s ræktun, 2. sæti í úrslitum. Besti afkvæmahópur var Hálsakots Feeling Hot Hot Hot “Gosi” og afkvæmin hans sem lentu í 1. sæti í úrslitum.
Besti phaléne hundur tegundar var CIB RW-13 ISCh Hálsakots Better Be Something Good.
Til hamingju með árangurinn! Myndir frá sýningunni er komnar inn á fésbókina.