Helgina 13. -14. febrúar n.k eru smáhundadagar í Garðheimum frá kl. 13 – 17. Við viljum biðja alla sem hafa áhuga á að vera og kynna tegundina okkar að láta okkur vita (papillondeild@gmail.com), og þá hvaða tími myndi henta best og reynum við svo eftir bestu getu að raða þannig niður að allir verði sáttir.
Það munu verða veitt öflug verðlaun fyrir best skreytta básinn. Hver deild (þeir sem mæta) sem slík deilir verðlaunum á milli sín.
Það er öllum frjálst að taka þátt í þessu eða ekki, þetta er einungis til þess að hafa þetta skemmtilegra og huggulegra hjá okkur 🙂
PPD February - 7 - 2016 | 0 Athugasemdir