PPD October - 5 - 2016 | 0 Athugasemdir

Úrslit af alþjóðlegri sýningu HRFÍ sem var þann 3. september eru komin inn á síðuna.  Úrslit af hvolpasýningu sem var 2. september eru líka komin inn, besti hvolpur tegundar 3-6 mánaða var Hálsakots Shooting Star “Kátur”.

Besti hundur tegundar var ISCh Hálsakots Dream A Little Dream “Netta”, sem kláraði alþjóðlega titillinn sinn. Besti rakki tegundar var ISJCh Hálsakots Abracadabra “Potter”. Besti öldungur tegundar var Hálsakots Feeling Hot Hot Hot “Gosi”, sem kláraði öldungatitillinn sinn. Besti ræktunarhópur var frá Butterfly’s Kisses ræktun, 3. sæti í úrslitum.

Einnig kláraði ISCh RW-14-15-16 Butterfly’s Kisses Rudolph The Red Nosed Reindeer “Míló” sinn alþjóðlega titil, og Auroras Papillon’s Your Memory Lives “Glowie” varð ungliðameistari.

Besti phaléne hundur tegundar var CIB RW-13-16 ISCh Hálsakots Better Be Something Good.

Til hamingju með árangurinn! Nokkrar myndir frá sýningunni er komnar inn á fésbókina.

Athugasemdir lokaðar.

  • HRFÍ
  • Papillon- og Phalénedeild HRFÍ