PPD November - 29 - 2015 | 0 Athugasemdir

Úrslit af hvolpasýningu 13. nóvember og alþjóðlegri sýningu HRFÍ þann 14.-15. nóvember eru komin inn á síðuna. 

Besti hvolpur tegundar 3-6 mánaða var Hálsakots Amabadama. Besti hvolpur tegundar 6-9 mánaða var Hálsakots Adore U2.

Besti hundur tegundar var Multi Star’s Arjen Robben “Mosi”, hann fékk 2. sætið í tegundahópi 9. Besta tík tegundar var Hálsakots Just Dream About Luck “Mirra”. Besti öldungur tegundar var CIB FINCh FRCh GIBCh MONCh WW-12 Connection I Know Nothing “Noah” og varð besti öldungur sýningar og var jafnframt verðlaunaður sem stigahæsti öldungur ársins á sýningum HRFÍ. Besti ræktunarhópur var frá Hálsakots ræktun, 2. sæti í úrslitum.

Úrslit af opinni sýningu sem var þann 17. október er komin inn. Besti hvolpur sýningar var Hálsakots Amabadama. Besti hundur sýningar var CIB FINCh FRCh GIBCh MONCh WW-12 Connection I Know Nothing “Noah” sem einnig fékk verðlaun fyrir bestu hreyfingarnar. Annar besti hundur sýningar var Höfðaborgar Myrra. Besti ræktunarhópur var frá Hálsakoti. Bestu eyrnahárin Royal Ice Poseidon. Besti geldi/klippti hundurinn var Hlíðar Draumur.

Til hamingju með árangurinn! Myndir frá sýningunni er komnar inn á fésbókina.

Athugasemdir lokaðar.

  • HRFÍ
  • Papillon- og Phalénedeild HRFÍ