PPD August - 23 - 2015 | 0 Athugasemdir

Úrslit af hvolpasýningum þann 4. júlí og 24. júlí ásamt tvöfaldri sumarsýningu HRFÍ þann 25.- 26. júlí eru komin inn á síðuna. 

Laugardaginn 25. júlí, Reykjavík Winner:

Besti hundur tegundar var ISCh RW-14 Butterfly’s Kisses Rudolph The Red Nosed Reindeer “Míló”, sem vann tegundahóp 9 og varð í 3. sæti um besta hund sýningar. Besta tík var NLW-15 ISCh Hálsakots Dream Another Dream “Stjarna”. Besti öldungur tegundar var CIB FINCh FRCh GIBCh MONCh WW-12 Connection I Know Nothing “Noah” og varð besti öldungur sýningar. Ræktunarhópur Multi Star’s var í 2. sæti í úrslitum. Afkvæmahópur Hálsakots Feeling Hot Hot Hot var í 1. sæti í úrslitum.

Sunnudagur 26. júlí, Alþjóðleg sýning:

Besti hundur tegundar var ISCh RW-14 Butterfly’s Kisses Rudolph The Red Nosed Reindeer “Míló”, hann var í 3. sæti í tegundahópi 9. Besta tík var NLW-15 ISCh Hálsakots Dream Another Dream “Stjarna”, og fékk sitt síðasta stig til alþjóðlegs meistara.  Besti öldungur tegundar var CIB FINCh FRCh GIBCh MONCh WW-12 Connection I Know Nothing “Noah” og varð besti öldungur sýningar. Ræktunarhópur Hálsakots var í 4. sæti í úrslitum. Afkvæmahópur Hálsakots Desiree Le Grande var í 1. sæti í úrslitum.

Til gamans má nefna að önnur tík kláraði titil á sýningunni, en Höfðaborgar Myrra varð íslenskur meistari.

Hvolpasýning 4. júlí:

Besti hvolpur tegundar 3-6 mánaða var Hálsakots Adore U2, og var í 3. sæti í úrslitum. Besti hvolpur tegundar 6-9 mánaða var Höfðaborgar Anný.

Hvolpasýning 24. júlí:

Besti hvolpur tegundar 3-6 mánaða var Hálsakots Adore U2. Besti hvolpur tegundar 6-9 mánaða var Hálsakots Just Dream About Luck.

Til hamingju með árangurinn! Myndir frá sýningunni er komnar inn á fésbókina.

Athugasemdir lokaðar.

  • HRFÍ
  • Papillon- og Phalénedeild HRFÍ