PPD September - 20 - 2015 | 0 Athugasemdir

Papillon og Phalénedeild mun halda opna sýningu og sýningu geldra og klipptra hunda laugardaginn 17. október kl. 12 í Gæludýr.is á Korputorgi. Dómari verður Sóley Ragna Ragnarsdóttir. Skráning á netfangið papillonsyning@gmail.com þar sem kemur fram nafn hunds og flokkinn sem hann keppir í. Einnig verða veitt verðlaun fyrir bestu eyru og hreyfingar. Þátttökugjald skal greiða inn á reikning 526-26-100396, kt. 500611-1110 fyrir 12. október. Opin sýning kr. 1.000.- Geldir og klipptir kr. 500.-

Fín umhverfisþjálfun og æfing fyrir nóvembersýningu. Hlökkum til að sjá sem flesta.

Athugasemdir lokaðar.

  • HRFÍ
  • Papillon- og Phalénedeild HRFÍ