PPD March - 14 - 2015 | 0 Athugasemdir

Minnum á aðalfund deildarinnar næsta þriðjudag 17. mars kl. 20.30 á skrifstofu HRFÍ í Síðumúla 15. Nánar í fyrri pósti hér fyrir neðan. 

Úrslit af hvolpasýningu sem var þann 24. janúar.  Besti hvolpur tegundar 3-6 mánaða var Kastala Did I Let You Know Hot, og besti hvolpur tegundar 6-9 mánaða var Artic Hope Special Edition.

Úrslit af alþjóðlegri sýningu HRFÍ þann 28. febrúar til 1. mars eru komin inn á síðuna. 

Besti hundur tegundar var RW-14 Butterfly’s Kisses Rudolph The Red Nosed Reindeer “Míló” , sem fékk sitt síðasta stig til meistara. Besta tík var ISCh Hálsakots Dream Another Dream “Stjarna”. Besti hvolpur tegundar 4-6 mánaða var Höfðaborgar Anný og lenti í 2. sæti í úrslitum í sínum aldursflokki. Besti hvolpur tegundar 6-9 mánaða var Multi Star’s Arjen Robben “Mosi”. Besti öldungur tegundar var Fiðrilda Freyja. Besti ræktunarhópur var frá Butterfly’s Kisses ræktun og var í 4. sæti í úrslitum.

Til hamingju með árangurinn! Myndir frá sýningunni er komnar inn á fésbókina.

Athugasemdir lokaðar.

  • HRFÍ
  • Papillon- og Phalénedeild HRFÍ