PPD April - 13 - 2015 | 0 Athugasemdir

Ný stjórn hefur verið kjörin og skipt með sér verkum, um það má finna upplýsingar á heimasíðu deildar og einnig fundargerðir aðalfundar og 1.stjórnarfundar.

Fram kom hugmynd um gjaldtöku fyrir tengil á ræktendur á heimasíðu.
Stjórn hefur nú ákveðið eftirfarandi:

“Á aðalfundi kom fram sú tillaga að setja á gjald fyrir að hafa tengil inná ræktendasíður á heimasíðu deildarinnar.
Stjórn ákvað í ljósi þess að gengið hefur á sjóð deildarinnar, að setja slíkt gjald á og að það verði 3000 kr á ári.
Hluti þess fer þá í rekstur heimasíðunnar.
Hægt er að leggja inn á reikningsnúmer deildarinnar: 526-26-100396 kt. 500611-1110 upphæð 3000 kr.
Vinsamlegast sendið kvittun á papillondeild@gmail.com og skrifið skýringu á færslu. Millifærið fyrir 1. júní næstkomandi ef óskað er
eftir því að tengill verði áfram inni á heimasíðu deildarinnar.
Ef ógreitt er fyrir tengil eftir 1. júní verður hann tekinn út og ekki settur inn nema greiðsla berist.

Ræktandi sem hefur ekki verið með tengil inni á síðunni getur óskað eftir því í tölvupósti, að uppfylltum sömu skilyrðum. ”

Einnig hefur verið send inn beiðni til stjórnar HRFÍ um breytingu á reglum til ættbókarfærslu samkv. ósk fundarmanna á aðalfundi. Felst hún í lenginu á gildistíma augnvottorða úr 12 mánuðum í 18 mánuði. Við leggjum áherslu á að þetta þarf afgreiðslu frá HRFÍ og samþykki.

Með kveðju og von um að vorið komi á endanum 🙂

Stjórn papillon- og phalénedeildar.

Athugasemdir lokaðar.

  • HRFÍ
  • Papillon- og Phalénedeild HRFÍ