PPD December - 10 - 2015 | 0 Athugasemdir

Laugardaginn 28. nóvember síðastliðinn hélt deildin Fiðrildajól, kærar þakkir fyrir samveruna. Myndir koma bráðlega inn á fésbókar síðu deildarinnar. Pakkaleikurinn og hlaðborð voru á sínum stað og síðan voru stigahæstu hundar ársins heiðraðir, fimm efstu sætin hjá rökkum og tíkum fengu viðurkenningu. Listinn í heild sinni er kominn inn á síðuna Stigahæstu hundar ársins. Þeir sem mættu ekki geta haft samband við deildina til að nálgast verðlaunin sín.

RW-15 NLW-15 ISCh Hálsakots Dream Another Dream “Stjarna” var stigahæsti papilloninn með 103 stig. Stigahæsti rakkinn var ISCh RW-14-15 Butterfly’s Kisses Rudolph The Red Nosed Reindeer “Míló” með 98 stig, annað árið í röð.

Kærar þakkir til allra sem lögðu hönd á plóginn að vinna fyrir deildina á þessu ári. Við óskum öllum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs.

Athugasemdir lokaðar.

  • HRFÍ
  • Papillon- og Phalénedeild HRFÍ