PPD June - 2 - 2015 | 0 Athugasemdir

Á aðalfundi deildarinnar 17. mars síðastliðinn var samþykkt tillaga um að senda beiðni til stjórnar HRFÍ um lengingu á gildistíma augnvottorða úr 12 mánuðum í 18 mánuði.
Beiðnin var send 13.apríl og hefur nú fengist jákvætt svar frá stjórn HRFÍ og einnig fylgir svar frá vísindanefnd sem styður breytinguna.
Breytingin tekur gildi 1. júní 2015, þannig að augnskoðanir munu framvegis gilda í 18 mánuði.

Einnig hefur orðalagi í reglunni um DNA sýnatökur verið breytt á eftirfarandi hátt:

Í stað :

,,Sýnataka þarf að fara fram hjá dýralækni eða stjórn deildarinnar, sem ber þá ábyrgð á

framkvæmd sýnatöku og að örmerkjaaflestur sé réttur.”

Komi : ,,Sýnataka má fara fram hjá dýralæknum eða fulltrúa stjórnar, sem ber þá ábyrgð á

framkvæmd sýnatöku og að örmerkjaaflestur sé réttur.”

Athugasemdir lokaðar.

  • HRFÍ
  • Papillon- og Phalénedeild HRFÍ