January - 11 - 2019

Aðalfundur Papillon Og Phalenedeildar verður haldinn á skrifstofu Hundaræktarfélagsins Íslands að Siðumúla 15, klukkan 14:00 þann 16.Febrúar n.k. Dagskrá: Skýrsla Stjórnar Kosning Stjórnar Önnur Mál Stjórn Papillon og Phalenedeildar

July - 11 - 2018

Helgina 8-10 Júni voru haldnar þrjár sýningar. Hvolpa sýning, NKU & Reykjavik Winner sýning og Alþjóðleg CACIB sýning. Dómarar inni hring að þessu sinni voru þær Dina Korna frá Eistlandi ásamt Birgit Seloy frá Danmörku. Hvolpasýninguna á föstudeginum dæmdi hún Dina Korna, og allir hundarnir fengu topp einkannir ásamt heiðursverðlaun. BOB yngri hvolpur var Multi Star´s Feel The Rhythm og endaði daginn á að vera valinn í TOP-6 í BIS úrslitum. Eldri flokkinn vann rakki Aurora Papillon´s Sheriff Woody sem einnig var BOB eldri hvolpur og bestu tík í eldri flokki hlaut Butterfly´s Kisses Nothing Else Matters. Á laugardeginum var  [ Read More ]

July - 5 - 2018

Kæru Papillon og Phaléne eigendur. Ný persónuverndarlög hafa tekið gildi og þarf því að breyta heimasíðunni í samræmi við þau. Papillon eigendur / ræktendur sem heimila að nöfn þeirra séu sýnileg vinsamlegast sendið samþykki á netfangið papillondeild@gmail.com og takið fram ættbókanúmer hunds og/eða fullt nafn eiganda fyrir 12. júlí n.k. Kveðja, Stjórn Papillon og Phalénedeildar.

May - 2 - 2018

Úrslit af hvolpasýningu og alþjóðlegri Mars sýningu HRFÍ sem var haldin 3-4 Mars. er komin inn á síðuna. Úrslit af hvolpasýningu, besti hvolpur tegundar 3-6 mánaða var Auroras Papillon´s Sheriff Woody og einnig fékk hann 4.sæti í úrslitum um besta hvolp sýningar! Besti hvolpur tegundar 6-9 mánaða var Butterfly’s Kisses Can´t Buy Me Love ! Besti hundur tegundar RW-16 ISCh Hálsakots Just Dream About Luck ”Mirra”. Besti rakki tegundar var PLJCh PLJW-16 Emir Vive Vanette “Emir” sem einnig kláraði titilinn Íslenskur Meistari! Til hamingju með árangurinn!

January - 30 - 2018

Aðalfundur og heiðrun stigahæstu hunda síðasta árs verður haldin 26. febrúar kl; 20:00. Fundurinn er haldinn á skrifstofu HRFÍ, Síðumúla 15. Smáhundakynning verður helgina 17. – 18. mars 2018 í Garðheimum, þeir sem vilja taka þátt endilega látið okkur vita papillondeild@gmail.com

November - 25 - 2017

Úrslit af alþjóðlegri septembersýningu HRFÍ sem var haldin 16.-17. september er komin inn á síðuna. Úrslit af hvolpasýningu, besti hvolpur tegundar 3-6 mánaða var Merkisteins Yndisleg Líf. Besti hundur tegundar og besti öldungur var CIB ISCh RW-15 NLM Hálsakots Dream Another Dream “Stjarna”, hún kláraði sinn öldungsmeistaratitil. Besti rakki tegundar var PLJCh PLJW-16 Emir Vive Vanette “Emir”. Besti ungliði tegundar var Hálsakots You Are A Lucky Guy, og kláraði sinn ungliðameistaratitil. Besti ræktunarhópur var frá Hálsakoti og náði 2. sæti í úrslitum. Til hamingju með árangurinn!

October - 19 - 2017

Bingó Papillon & Phaléne deildar Bingóið verður haldið þann 11. nóvember 2017 kl. 14 í Sólheimakoti. VERÐ 1 spjald – 400 kr. 3 spjöld – 1.000 kr. Veglegir vinningar í boði 🙂 Veitingar verða til sölu í hléinu Hlökkum til að sjá ykkur 🙂 Leiðarlýsing í Sólheimakot Frá hringtorginu v. Rauðavatn (OLIS) er ekið eftir Suðurlandsvegi rúmlega 3 km. Þá er komið að vegamótum til vinstri- Hafravatnsleið. Ekið er á malbiki um 1 1/2 km, (á vinstri hönd er Hólmsheiði þar sem er verið að byggja fangelsi) Þá er komið að skilti á hægri hönd sem á stendur SÓLHEIMAKOT, þar  [ Read More ]

September - 10 - 2017

Úrslit af tvöfaldi sumarsýningu HRFÍ sem var haldin 23.-25. júní eru komin inn á síðuna. Úrslit af hvolpasýningu, besti hvolpur tegundar 3-6 mánaða var Höfðaborgar Vinur. Besti hundur tegundar á laugardeginum Reykjavík Winner sýningu var ISJCh Hálsakots Abracadabra “Potter”. Besta tík tegundar og besti öldungur var CIB ISCh RW-15 NLM Hálsakots Dream Another Dream”Stjarna”, þau bættu við sig RW-17 titlinum. Besti hundur tegundar á sunnudeginum á alþjóðlegri sýningu var Hálsakots Say Dream On “Gutti”, hann náði svo 3. sæti í tegundahópi 9. Besta tík tegundar og besti öldungur var  CIB ISCh Hálsakots Dream A Little Dream “Netta”, hún varð svo besti öldungur sýningar. Besti  [ Read More ]

April - 26 - 2017

Í viðhengi er að finna kynningu á breytingum á reglugerð um skráningu í ættbók sem stjórn HRFÍ samþykkti nýverið. Breytingarnar taka gildi 1. maí 2017. Endilega kynnið ykkur efni breytinganna vel. Kynningin er hér. 

March - 19 - 2017

Aðalfundur Papillon- og phalénedeildar verður haldinn þriðjudaginn 28. mars 2017 kl. 20.00 á skrifstofu HRFÍ í Síðumúla 15. Dagskrá: Ársskýrsla 2016 Ársreikningar 2016 Stjórnarkjör Önnur mál Úr starfsreglum ræktunardeilda kafla III: Stjórn ræktunardeildar skal skipuð fimm félagsmönnum. Einungis þeir sem hafa verið félagsmenn í HRFÍ í tvö ár geta gefið kost á sér í stjórn ræktunardeildar. Kosning í stjórn ræktunardeildar fer fram á ársfundi deildarinnar ár hvert. Hver stjórnarmaður er kosinn til tveggja ára í senn. Endurkjör er leyfilegt. Kosningarrétt og kjörgengi á ársfundum deilda hafa þeir, sem eru skráðir eigendur hunda eða hafa verið skráðir eigendur hunda í viðkomandi deild  [ Read More ]

  • HRFÍ
  • Papillon- og Phalénedeild HRFÍ